GJAFABRÉF

SVIFVÆNGJAFLUG Í JÓLAPAKKANN

Svifvængjaævintýrið tekur um eina klukkustund, þar sem farþeginn er í öruggum höndum okkar vel þjálfuðu svifvængjaflugkennara sem kenna þeim undirstöðurnar í þessu frábæra sporti og taka með þeim fyrstu skrefin í loftið. Þar er svifið um í 15 - 20 mínútur eða á meðan uppstreymið leyfir. Ferðirnar eru farnar daglega, frá maí - september, á meðan veður leyfir og er frábær upplifun fyrir alla sem einhverntíman hafa dreymt um að svífa um á meðal skýjahnoðranna og smella fimmu á fuglana. Þyndartakmarkanir eru 120 kg. 

Til að kaupa svifængjaflug í jólpakkann velur þú gjafakortið til hægri.

ZIPLINE Í JÓLAPAKKANN

Zipline ferðin tekur um 1,5 – 2 klst. og er sambland af göngu með leiðsögn um Grafargil í Vík í Mýrdal ásamt rennsli yfir zipplínurnar okkar fjórar sem liggja á nokkrum stöðum um gilið, þar er svifið yfir gilbotninn, ár og fossa. Ferðirnar eru farnar daglega, allt árið um kring og er frábær upplifun fyrir alla fjölskyldumeðlimi eldri en 8 ára. Þyngdartakmarkanir í ferðina eru 30 – 120 kg.

Til að kaupa zipline í jólapakkann velur þú gjafakortið til vinstri.

GEFÐU ÓGLEYMANLEGA JÓLAGJÖF

Þessar ferðir okkar eru alveg einstakar og eitthvað sem gleður í jólapakkann. Þess venga ætlum við hjá True Adventure ætlum að gefa 20% afslátt af öllum keyptum gjafabréfum til jóla. 

 

*Vinsamlega athugið að gjafabréfin gilda í 1 ár frá útgáfudegi og fást ekki endurgreidd.