Svifvængjaflug

True Adventure samanstendur af reyndustu svifvængjaflugmönnum landsins. Líf þeirra allra snýst á flestan eða allan hátt um að fljúga og deila þeirri reynslu með sem flestum. Í þeirra höndum ertu örugg/ur þegar þú tekur þín fyrstu skref fram af fjalli með væng á bakinu.

 

Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! …og taka svo nokkur skref aftur við lendingu. Ef þú ert í stuði geturðu jafnvel fengið að taka í stýrið!  

Staður

Við fljúgum á svæðinu sem merkt er hér á kortinu til hliðar, allt frá Reykjavík að Kirkjubæjarklaustri.


Útivistarfatnaður eftir veðri. 

  • Góðir skór, helst gönguskór.
  • Ath að oftið kólnar því hærra sem farið er.
  • Þunn húfa undir hjálminn.

 

Veður

  • Svifvængjaflug er algerlega veðurháð íþrótt og við fljúgum eingöngu 
  • þegar aðstæður eru öruggar.
  • Við fylgjumst vel með veðurspám og 
  • förum á flugstað ef líkur eru góðar.

Myndataka

  • HD myndavél með gleiðlinsu myndum.
  • Hægt er að kaupa myndbönd úr ferðinni  

Öryggið á oddinn!

  • Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum. 
  • Ef spáin stenst ekki og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við aðeins eftir að aðstæður breytist eða við löbbum niður og bókum annan tíma.